22.07.2009 11:45

Litli hestamaðurinn!

Við á Lækjamóti vitum nú alveg hvað hestaáhugi er enda mikið af honum í fjölskyldunni. En hann Guðmar (2 ára) er svo heltekinn hestamaður að áhugi er vart rétta orðið fyrir þennan lítinn gutta. Hann hugsar um hesta allan sólahringinn. Fer í hesthúsið og á hestbak á hverjum degi og helst á 2 hesta og leikur sér þess á milli ekki að öðru en hestum eða reiðtygjum. Ef hann er með bíl með í leiknum, þá er það vegna þess að aftan í honum er kerra með hesti í. Þessi áhugi hefur verið áberandi frá því hann var aðeins nokkurra mánaða gamall, þegar hann sprikklaði og skríkti þegar hann sá hesta. Guðmar, þetta litla sjarmatröll, nær að heilla alla upp úr skónum og oft hefur maður hugsað hvað væri nú gaman að vera með myndavélina þegar hann eyðir tímunum saman í hesthúsinu. En loksins var munað eftir myndavélinni og þessar myndir teknar þar sem hann var að dunda sér og kúra hjá Setningu gömlu frá Lækjamóti í stíunni sinni.







Það verður gaman að fylgjast með þessum litla herramanni í framtíðinni.

Sólskinskveðjur frá Lækjamóti.
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]