10.08.2009 16:02

Hestaferð í Austurdal

Þá er hin árlega hestaferð fjölskyldunnar afstaðin. Þessi flotti, ca 20 manna hópur ákvað þetta árið að ríða fram í Austudal í Skagafirði. Hrossin voru keyrð að bænum Kelduland á Kjálka og þaðan var riðið yfir Merkigil og að bænum Merkigili þar sem við gistum allar 3 næturnar. Gilið sjálft var stórfenglegt og meiriháttar gaman að hafa farið það. Á öðrum degi var svo riðið fram dalinn, fram í Ábæ og þaðan í Hildarsel og síðan fram í Fögruhlíð þar sem villtur skógur vex í uþb 500 m.y.s. Það er eins og að ríða inn í aðra veröld þegar maður kemur þarna fram í Fögruhlíð, sannkallað ævintýri. Síðasta daginn í reið var svo farið með hestana niður að Breið í Lýtingstaðahrepp og keyrt aftur að Merkigili og gist þar. Góður matur, milt veður, söngur og glens. Já þetta var bara alveg ekta góð hestaferð. Læt hér inn nokkrar skemmtilegar myndir úr ferðinni en fleiri myndir er hægt að skoða HÉR.

    

Ísólfur fór fyrr heim úr hestaferðinni til þess að geta tekið þátt á Opnu íþróttamóti Þyts með þau Kylju og Ögra frá Hólum. Þar stóð hann sig með prýði og vann 4-ganginn, varð 2. í slaktaumatölti og 5-gangi og 5. í tölti og gæðingaskeiði. Hann varð einnig hæsti í samanlögðum fjórgangara. Kylja var í fyrsta skipti í keppni í slaktaumatölti og gæðingaskeiði og einnig í sínum fyrstu úrslitum í fimmgangi þannig að hann má vel við una enda óvenju sterkt mót og margir utanaðkomandi lögðu leið sína á Hvammstanga.

 
Ögri frá Hólum                                                     Kylja frá Hólum
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]