14.09.2009 01:06
Haustfréttir
Kæru lesendur.
Þá er nú heldur betur kominn tími á fréttir.
www.holar.is
Haustið er tekið við með öllu sem því fylgir. Skólarnir eru byrjaðir, Sonja hefur nú hafið sitt annað ár í dýralæknanáminu og feðgarnir, þeir Ísólfur og Þórir byrjaðir að kenna við Hólaskóla. Í haust kenna þeir frumtamningar á öðru ári við skólann. Það er krefjandi en skemmtilegt að frumtemja. Forvitið ungviðið er eins og óskrifað blað og það er í höndum tamningamannsins að skrifa á það. Tamningaaðferðirnar sem við vinnum eftir byggja á forsendum hestsins, þ.e kenna hrossinu það sem tamningamaðurinn vill, sem mest út frá náttúrulegu eðli hestsins. Hesturinn er flóttadýr, en honum þykir líka rosalega gott að fá umbun. Fyrst þarf hesturinn að vera óhræddur, hræddur hestur lærir hægt eða ekki. Hestar elska umbun og sækjast í að gera aftur það sem þeir gerðu seinast áður en þeir fengu umbun. Það er síðan hlutverk tamningamannsins að gera óæskilega hegðun hestsins erfiða fyrir hann og fá hestinn til að velja að gera það sem tamningamaðurinn vill og svo er honum umbunað fyrir. Tamningamaðurinn þarf að líta í eigin barm ef eitthvað gengur ekki sem skyldi því hann gæti verið ómeðvitað að veita hestinum umbun fyrir óæskilega hegðun. Hesturinn gerir ekki greinarmun á því hvort hegðunin sé óæskileg eða ekki að mati mannsins, hann bara gerir það sem hann fær umbun fyrir. Endilega hafðu samband ef þú vilt vita meira. Við bjóðum upp á tamningar og reiðkennslu á öllum stigum.
Friðrik hefur nú hafið nám við Sænska landbúnaðarháskólann Uppsala þar sem hann leggur stund á framhaldsnám í þjálfunarlífeðlisfræði hesta. Í dag eru rannsóknir á íslenska hestinum á þessu sviði af skornum skammti en mörg spennandi verkefni bíða. Námið er fjölbreytt og skemmtilegt og hefur hann nú þegar farið í nokkrar athyglisverðar heimsóknir á stóra búgarða hjá fólki sem er að ná góðum árangri í fimikeppni og brokkkappreiðum. Einnig hefur hann fengið tækifæri til að fylgjast með veðreiðum og farið á stærstu sæðistökustöð í Svíþjóð til að fylgjast með sæðistökum og sæðingum. Það er gaman að sjá hvernig aðrir gera hlutina og kynna sér hvað sé að skila öðrum árangri. Maður getur alltaf lært meira, nýja hluti sem geta stuðlað að betri árangri og bættri meðferð og velferð íslenska hestsins.
Göngur og réttir eru skemmtilegur hluti af haustinu. Síðastliðna helgi voru fjárréttir í Víðidalstungurétt og var fjöldi manns á Lækjamóti. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir létu sig ekki vanta þegar gangnamennirnir mættu til byggða með féð og riðu seinustu klukkutímana á eftir fénu. Ísak Þórir og Jónína Ósk frænka hafa farið áður en Guðmar var að fara í fyrsta skipti á hesti í þetta ævintýri, með mömmu sinni þó. Það er mikil upplifun fyrir 3 ára hestasjúkling að fá að vera á hestbaki í marga, marga klukkutíma, með svona rosalega mörgum kindum. Svo eru stóðréttirnar laugardaginn 3.október þetta árið. Ætlar þú að mæta? Láttu þig ekki vanta í ævintýrið, taktu helgina frá!
Það eru tvær meyjur í fjölskyldunni. Þórir varð 55 ára þann 29.ágúst og brá heldur betur í brún þegar það beið hans Ástund Winner Plús í sjónvarpsstólnum þegar hann vaknaði, algjör draumur, hún kann sko að koma á óvart hún Elín. Svo verður hann Guðmar 3 ára 21.september en tækifærið var nýtt nú um réttarhelgina og haldið upp á afmælið á Lækjamóti.
Látum þetta gott heita af fréttum í bili.
Bestu kveðjur frá Lækjamóti.
Þá er nú heldur betur kominn tími á fréttir.
www.holar.is
Haustið er tekið við með öllu sem því fylgir. Skólarnir eru byrjaðir, Sonja hefur nú hafið sitt annað ár í dýralæknanáminu og feðgarnir, þeir Ísólfur og Þórir byrjaðir að kenna við Hólaskóla. Í haust kenna þeir frumtamningar á öðru ári við skólann. Það er krefjandi en skemmtilegt að frumtemja. Forvitið ungviðið er eins og óskrifað blað og það er í höndum tamningamannsins að skrifa á það. Tamningaaðferðirnar sem við vinnum eftir byggja á forsendum hestsins, þ.e kenna hrossinu það sem tamningamaðurinn vill, sem mest út frá náttúrulegu eðli hestsins. Hesturinn er flóttadýr, en honum þykir líka rosalega gott að fá umbun. Fyrst þarf hesturinn að vera óhræddur, hræddur hestur lærir hægt eða ekki. Hestar elska umbun og sækjast í að gera aftur það sem þeir gerðu seinast áður en þeir fengu umbun. Það er síðan hlutverk tamningamannsins að gera óæskilega hegðun hestsins erfiða fyrir hann og fá hestinn til að velja að gera það sem tamningamaðurinn vill og svo er honum umbunað fyrir. Tamningamaðurinn þarf að líta í eigin barm ef eitthvað gengur ekki sem skyldi því hann gæti verið ómeðvitað að veita hestinum umbun fyrir óæskilega hegðun. Hesturinn gerir ekki greinarmun á því hvort hegðunin sé óæskileg eða ekki að mati mannsins, hann bara gerir það sem hann fær umbun fyrir. Endilega hafðu samband ef þú vilt vita meira. Við bjóðum upp á tamningar og reiðkennslu á öllum stigum.
Friðrik hefur nú hafið nám við Sænska landbúnaðarháskólann Uppsala þar sem hann leggur stund á framhaldsnám í þjálfunarlífeðlisfræði hesta. Í dag eru rannsóknir á íslenska hestinum á þessu sviði af skornum skammti en mörg spennandi verkefni bíða. Námið er fjölbreytt og skemmtilegt og hefur hann nú þegar farið í nokkrar athyglisverðar heimsóknir á stóra búgarða hjá fólki sem er að ná góðum árangri í fimikeppni og brokkkappreiðum. Einnig hefur hann fengið tækifæri til að fylgjast með veðreiðum og farið á stærstu sæðistökustöð í Svíþjóð til að fylgjast með sæðistökum og sæðingum. Það er gaman að sjá hvernig aðrir gera hlutina og kynna sér hvað sé að skila öðrum árangri. Maður getur alltaf lært meira, nýja hluti sem geta stuðlað að betri árangri og bættri meðferð og velferð íslenska hestsins.
Göngur og réttir eru skemmtilegur hluti af haustinu. Síðastliðna helgi voru fjárréttir í Víðidalstungurétt og var fjöldi manns á Lækjamóti. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir létu sig ekki vanta þegar gangnamennirnir mættu til byggða með féð og riðu seinustu klukkutímana á eftir fénu. Ísak Þórir og Jónína Ósk frænka hafa farið áður en Guðmar var að fara í fyrsta skipti á hesti í þetta ævintýri, með mömmu sinni þó. Það er mikil upplifun fyrir 3 ára hestasjúkling að fá að vera á hestbaki í marga, marga klukkutíma, með svona rosalega mörgum kindum. Svo eru stóðréttirnar laugardaginn 3.október þetta árið. Ætlar þú að mæta? Láttu þig ekki vanta í ævintýrið, taktu helgina frá!
Það eru tvær meyjur í fjölskyldunni. Þórir varð 55 ára þann 29.ágúst og brá heldur betur í brún þegar það beið hans Ástund Winner Plús í sjónvarpsstólnum þegar hann vaknaði, algjör draumur, hún kann sko að koma á óvart hún Elín. Svo verður hann Guðmar 3 ára 21.september en tækifærið var nýtt nú um réttarhelgina og haldið upp á afmælið á Lækjamóti.
Látum þetta gott heita af fréttum í bili.
Bestu kveðjur frá Lækjamóti.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]