07.10.2009 16:49

Stóðréttarhelgin liðin

Það er ávallt mikil tilhlökkun og gleði hjá heimilisfólkinu á Lækjamóti fyrstu helgina í október, ár hvert. Stóðréttir í Víðidal hafa tilfinningalegt gildi fyrir okkur. Það er alltaf gaman að sjá hvernig ungviðið hefur stækkað og þroskast í 3 mánaða dvöl sinni á heiðinni. Fjöldi vina og ættingja sækja okkur heim og er því fjölmennt á Lækjamóti og mikil gleði þessa helgi. Engin undantekning var þar á þetta árið.


Nú var þó stóðréttarhelgin nokkuð óvenjuleg þar sem varla var hægt að smala á föstudeginum, eins og venja er, vegna veðurs. Maður sá vart handa sinna skil. Því varð smalamennskan frekar snubbótt og menn voru heldur betur veðurbarðir þegar heim var komið seinnipartinn á föstudegi.

 

Brr...kalt hjá þeim Sonju, Stefáni og Vigdísi við smalastörf.


Á laugardagsmorgni var svo farið aftur og náð í stóran hóp til viðbótar. Það vantar þó eitthvað enn. Þar á meðal vantar okkur einn fola og eitt folald, sem okkur þykir heldur verra. Vonandi koma þau í leitirnar. Réttarstörf fóru að öðru leiti vel fram og veðrið var afar fallegt á réttardaginn. Við seldum aðeins af hrossum í réttinni sem er bara jákvætt.

Stóðið rekið til réttar t.v og bjartasta vonin, Eyvör 3.v u. Kletti frá Hvammi t.h

Ísak Þórir t.v með folaldið sitt Orrustuþotu u. Sindra frá Leysingjastöðum og Þotu sem Guðmar situr hér t.h


Guðmar er alltaf sami hestakallinn og fékk þessi elska að hjálpa til við að reka stóðið heim. Það hefur líklega ekki gerst áður að svo lítill einstaklingur fái að reka heim, enda er riðið hratt. Hrossin vita hvert á að fara og vita að það er ekki svo langt heim í grasmikið landið. En hann er svo duglegur þessi ungi hestamaður. Hann hló og naut sín alla leiðina og fannst þetta toppurinn á tilverunni. Bæði að fá að vera á hestbaki OG horfa á fullt af hestum hlaupa.


Mikið fjör að reka heim stóðið.


Ísak Þórir var að fá sér nýjan fák. Fákur sá er ekki á fjórum fótum heldur tveimur hjólum og vekur mikla kátínu.


Aðal töffarinn í sveitinni


Já frábær helgi að baki og ekki laust við að tilhlökkun til sömu helgar að ári sé þegar farin að gera vart við sig. Hér að lokum koma nokkrar myndir frá Lækjamóti.

Stóð í kafgrasi heima á Lækjamóti t.v. Kjarval u. Tinna frá Kjarri og Hjaltalín u. Hóf frá Varmalæk t.h

Dagrós í haganum t.v og Rauðhetta gerir grín t.h emoticon

Hesthúsið á Lækjamóti og snæviþakið Víðidalsfjallið t.v. Tignarlegur bærinn t.h

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]