28.10.2009 20:05

Ísólfur með sýnikennslu í frumtamningum

Nú í kvöld stóð FT-norður fyrir sýnikennslu sem Ísólfur sá um. Sýnikennslan var haldin í Þráarhöll á Hólum og voru sæti þétt skipuð áhorfendum, enda margt áhugavert að sjá og heyra. Ísólfur kom við á ýmsum stigum frumtamningar og sagði frá þróun í tamningaraðferðum og þróun búnaðar sem notaður er við tamningar.
Hér má sjá nokkrar myndir frá sýnikennslunni.

Áhorfendur fylgdust svo spenntir með að það mátti heyra saumnál detta


Ísólfur og Sögn frá Lækjamóti f. Veigar frá Lækjamóti m. Setning frá Lækjamóti


Laus í hringgerði


Með snúrumúl, vað og aukataum


Ísólfur komin á bak með tamningamúlinn


Sögn var ekki vel við boltann en með því að sækja og hörfa varð hann ekki
svo hræðilegur með tímanum


Vaðurinn orðinn slakur svo þetta er allt í rétta átt.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]