07.11.2009 11:42

Hestahelgin óvenjulega

Langaði að gamni að segja hér frá óvenjulegri hestahelgi sem ég átti í Danmörku fyrir skömmu.
Ég fékk að prófa STÓRA dressúrhesta. Það var mjög gaman. Ég fór á tvo. Þeir eru báðir hátt í 1.80 á herðar, engin smá flikki. Grófleiki hreyfinganna og skrefastærð var líka eftir því. Þeir voru ansi hastir. Sá seinni sem ég prófaði var kominn mikið lengra en hinn og var líka meiri hestur og karakter. Hann kunni fljúgandi stökkskiptingar og ýmsar flóknar æfingar. Það var að mörgu leiti svipað að ríða þessum hestum og að ríða þeim íslensku  að minnsta kosti voru fimiæfingatakkarnir svipaðir, maður bara notaði hælinn mikið meira. Gaman að ríða þeim á stökki. Gott jafnvægi og auðvelt að stjórna þeim. Ég reið eina langhlið á passage þar sem hesturinn safnar sér á brokki og slettir úr framfótunum. Rosa flott. Þetta var reyndar óvart hjá mér, en gaman að prófa.  Set hér 2 myndir, þær eru ekkert rosalega
góðar, það er svo erfitt að taka myndir inní höll á venjulega myndavél.







Svo á sunnudegi þá hélt hestahelgin áfram. Ég fór að horfa á víðavangshlaup á hestum. Það var rosa gaman. Þetta var úti í stórum skógi og maður gat fylgst með þegar hópurinn stökk yfir hindranir og stökk út í vatn. Mjög gaman að sjá. Þetta voru yfir 100 þátttakendur og 20-30 þúsund manns að horfa á. Þetta er afar vinsælt í Danmörku.  Skemmtileg upplifun.






Hvort tveggja var óvenjulegt og nýtt fyrir mér og því afar skemmtilegt. Það eru til svo margar skemmtilegar hliðar á yndislegri hestamennskunni.
Bestu kveðjur,
Sonja.
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]