26.11.2009 08:27
Ísólfur með sýnikennslu í Andvara fimmtudaginn 3. des
Ísólfur Líndal, tamningamaður, reiðkennari við Hólaskóla og meðlimur í Lækjamótsfjölskyldunni verður með sýnikennslu á vegum FT og Andvara í reiðhöllinni á Kjóavöllum fimmtudaginn 3.desember nk.
Sýningin hefst kl 20 og er miðaverð 1500 kr, en skuldlausir félagar í Andvara og FT fá miðann á 1000 kr.
Ísólfur mun fjalla um nýjustu strauma og mikilvæg atriði í frumtamningu en einnig aðeins um framhaldið, frá gangsetningu og yfir í þjálfaðan hest. Þetta er samskonar sýnikennsla og fór fram á Hólum fyrir skemmstu þar sem Ísólfur þótti fara á kostum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir hestamenn til að kynna sér nýjungar og hita upp fyrir vetrarþjálfunina.
Allir velkomnir, kaffiveitingar á staðnum.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2109
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 752235
Samtals gestir: 66841
Tölur uppfærðar: 18.7.2025 00:09:27
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]