26.11.2009 10:39

Vetrardagskrá

Innanhúsmót og ísmót eru alltaf að verða stærri og stærri hluti vetrarstarfseminnar og nú eru komin drög að dagskrá að þeim mótum sem eru hér í kringum okkur.

Ísólfur hefur tekið þátt í Meistaradeild KS frá upphafi og kemur vonandi sterkur til leiks í ár. Úrtakan fyrir laus sæti verður 27. janúar.

Keppniskvöld verða eftirfarandi:
17. febr.  3. mars  17.mars  og 7.apríl

Ísmótið á Svínavatni verður haldið 6. mars


Húnvetnska liðakeppnin er skemmtileg röð innanhússmóta í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppnin var haldin í fyrsta skipti í fyrravetur og heppnaðist stórvel þar sem mikil stemming myndaðist í Húnaþingi vestra og þátttakan var mikil. Keppt er í fjórum greinum, tölti, fjórgangi, fimmgangi og smala. Í fyrra vann okkar lið, lið Víðidals. Í ár verður ekkert gefið eftir og vonandi eigum við von á skemmtilegri keppni.

Liðin eru fjögur:
Lið 1 Hvammstangi og Miðfjörður
Lið 2 Línakradalur og Vatnsnes
Lið 3 Víðidalur og Fitjárdalur 
Lið 4 Austur Húnavatnssýsla

Komin eru drög af dagsetningum fyrir liðakeppnina í vetur:
5. febrúar - fjórgangur (færist yfir á 4.febrúar ef þorrablótið verður 5.feb)
19. febrúar - smali
12. mars - fimmgangur
9. apríl - tölt



Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2109
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 752235
Samtals gestir: 66841
Tölur uppfærðar: 18.7.2025 00:09:27
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]