08.12.2009 18:54
Vel heppnuð sýnikennsla
ljósmynd: HGG
Í síðustu viku brunaði Ísólfur suður til Reykjavíkur til að halda sýnikennslu í Andvara. Um tíma var aðeins tvísýnt með hvort Ísólfur kæmist suður en mikið hvassviðri gekk yfir landið daginn áður og um morguninn en mikil hálka var á leiðinni. Svo fór þó að Ísólfur komst suður með þrjá hesta í kerrunni og mætti galvaskur í Andvara um kvöldið.
Sýnikennslan þótti heppnast mjög vel eins og sjá má á heimasíðu FT
http://tamningamenn.is
Ísólfur fór með þrjú hross með sér þau Truflun frá Bakka sem er 4 vetra hryssa undan Þyt frá Neðra-Seli, Aþenu frá Víðidalstungu II sem er 5 vetra undan Illing frá Tóftum og stóðhestinn Sindra frá Leysingjastöðum 7 vetra undan Stíganda frá Leysingjastöðum.
Það er alltaf nóg að gera hjá Lækjamótsfjölskyldunni hvar í heiminum sem hún er stödd því að á sama tíma og Ísólfur var með sýnikennslu hélt Sonja fyrirlestur fyrir Íslandshestafélag í Danmörku.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]