15.12.2009 17:33
Feðgar í Færeyjum
Nú nýliðna helgi fóru feðgarnir Ísólfur og Þórir til Færeyja. Reiðkennsla var meginmarkmið túrsins. Allt heppnaðist mjög vel og verða nú í framhaldinu regluleg námskeið þar. Tíminn var rúmur svo þeir náðu svolítið að skoða sig um og létu vel af landi og þjóð. Hestamennskan er á góðu róli í Færeyjum og er mikill metnaður áberandi í mannskapnum sem er bara af hinu góða. Hér koma nokkrar myndir úr ferðalaginu.
Merki Íslandshestafélagsins t.v og hesthúsahverfið t.h
Tekið yfir Þórshöfn t.v og fyndin færeyska t.h
Reiðhöllin t.v og Þórir með færeyskum hesti t.h
Bestu kveðjur frá Lækjamóti.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1377
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611733
Samtals gestir: 61362
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:46
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]