23.12.2009 20:01
Heimsókn í útibúið
Útibú Lækjamóts er á Hólum í Hjaltadal hjá þeim Ísólfi, Vigdísi og sonum, auk þess fer Friðrik að taka þar inn hross á næstu dögum. Það var um að gera að renna heim að Hólum og gera smá úttekt þar. Það var nú ekki leiðinlegt og er hestakosturinn hjá þeim hjónum alls ekki af verri endanum. En sökum mikils frosts og birtuleysis náðust ekki nógu margar skemmtilegar myndir en hér koma þó myndir af mósótta genginu.
Freyðir frá Leysingjastöðum u. Sæ frá Bakkakoti og Dekkju frá Leysingjastöðum
f.2005 eig. Hreinn Magnússon
Truflun frá Bakka u. Þyt frá Neðra-Seli. F.2005 eig. Ísólfur og Vigdís
Ísak Þórir og Guðmar eru líka duglegir að þjálfa og fóru í reiðtúr á Ljúf gamla þótt frostið biti í kinnarnar. "Ljúfur lullar alltaf med miiig, hann er nefninlega svo gaaamall" tjáði Guðmar okkur, alveg með þetta á hreinu

Það er fleira spennandi í þjálfun hjá þeim Ísólfi og Vigdísi m.a Sindri frá Leysingjastöðum, Kraftur frá Efri-Þverá og ung og spennandi Orradóttir.
Látum þetta gott heita af fréttum frá útibúinu í bili.
Bestu kveðjur frá Lækjamóti
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]