30.12.2009 10:40
Hestamót á jólum
Yfir jólahátíðina er heldur rólegra yfir hesthúsinu. Við njótum þess, eins og hefð er á jólum, að vera sem mest með fjölskyldunni. Hrossin hafa fengið að njóta þess að vera mikið úti og velta sér í snjónum. Hugurinn dvelur þó gjarnan með hestamennskunni. Skemmtilegt hestamót var haldið á Lækjamóti á jóladag. Eftir mikinn undirbúning var lagt af stað frá nýja playmo hesthúsinu, hrossin sett á nýja hestabílinn og haldið á mót. Meðfylgjandi mynd er frá verðlaunaafhendingunni á jólamótinu.
Friðrik og Guðmar í skemmtilegum leik.
Hér er mynd af þeim fjölskyldumeðlimum sem staddir voru á Lækjamóti á jóladag.
James, nýtrúlofuðu Friðrik og Sonja, Vigdís, Ísólfur, Ísak Þórir, Guðmar, Þórir og Elín.
Gleðilegt nýtt ár.