10.01.2010 17:24
Vetrarstarfið í fullum gangi
Um helgina skelltum við fjölskyldan á Hólum okkur í heimsókn á Lækjamót og að sjálfsögðu urðum við að sjá stöðuna á tamningu og þjálfun hjá James og Þóri :)
Ísak og Guðmar fóru líka í reiðtúr á Ljúf gamla en hann fór með okkur aftur á Lækjamót og verður þar fyrir strákana í vetur til að þjálfa.
Með okkur norður á Hóla aftur kom svo stóðhesturinn Ræll frá Gauksmýri og verða settar myndir af honum ásamt þeim sem eru hjá okkur Ísólfi á Hólum í þjálfun von bráðar. En hér koma nokkrar myndir af hluta hrossana sem eru á járnum á Lækjamóti.
Guðmar hestshaus varð aðeins að hlaupa og láta taka mynd af sér
Ísólfur og Eik frá Grund, á 5. vetur, efnileg alhliða hryssa í eigu Lækjamótsbúsins
Ísólfur og Eik
Þórir og Vár, tölthryssa á 7. vetur í eigu Þóris
Jafet sem er efnilegur fjórgangari í eigu Þóris
Úlfur tók vel á því á skeiðinu hjá James og sést hér á fljúgandi skeiði :)
Úlfur á flottu brokki
James og Kolvör frá Syðra-Skörðugili
James og Lækur, foli sem við Ísólfur eigum
Ísólfur og Guðmar saman á Ljúf gamla
Ísak fór líka á bak á Ljúf - einbeittir félagarnir á leiðinni heim :)