17.01.2010 10:32

Hugað að útiganginum

Þótt veðurblíðan leiki við landsmenn þessa dagana þá er alltaf vert að huga að útigangshrossunum. Folaldsmerarnar á Lækjamóti eru komnar á gjöf en grasmikil jörðin sér ennþá fyrir restinni af útiganginum. Óhætt er að segja að það væsi ekki um stóðið í blíðunni og hrossin almennt í góðu ásigkomulagi. Í vikunni var myndavélin með í för þegar litið var eftir folaldsmerunum og tækifærið nýtt til að taka myndir af stóðhestsefnum úr okkar ræktun á 1.vetri.


Þetta er megatöffarinn hann Vikar undan Tjörva frá Sunnuhvoli og Von frá Stekkjarholti


Hjaltalín, brúnstjörnóttur undan Hófi frá Varmalæk og Rauðhettu frá Lækjamóti. Með honum er Monika undan Kiljan frá Steinnesi og Rödd frá Lækjamóti

Það er alltaf gaman að vera ræktandi þegar ungviðið bregður á leik og maður fyllist von og tilhlökkun um að sjá hvernig úr rætist.

Bestu kveðjur frá Lækjamóti.
Flettingar í dag: 1377
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611733
Samtals gestir: 61362
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:46
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]