09.02.2010 15:15

Heimasíðan skilar árangri

Við á Lækjamóti erum ánægð með gengi heimasíðunnar. Heimsóknafjöldi hefur verið að aukast og nú nýverið seldist hestfolald eingöngu fyrir tilstuðlan heimasíðunnar, án nokkurra tengsla. Þetta virkar hvetjandi fyrir okkur.


Hjaltalín frá Lækjamóti fer til Þýskalands til nýrra eigenda þar, Marion og Sönke Müller.

Annars er allt gott að frétta. Nóg að gera hjá öllum eins og fyrri daginn og veðrið eins og það gerist best í febrúar. Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi bæði á Lækjamóti og Hólum og reiðkennsla skipar stóran sess í daglegu lífi. Friðrik og Ísólfur á Hólum og Þórir að kenna hjá Hestamannafélaginu Þyt ásamt því sem bæði Ísólfur og Sonja eru með kennslu erlendis. Innanhússmótin eru einnig að fara í gang. Fyrsta mótið í Húnversku liðakeppninni fór fram síðasta föstudag og fyrsta mótið í KS-deildinni verður 17.febrúar.

Við viljum hvetja ykkur til að kíkja á sölusíðuna okkar. Vorum til dæmis að setja inn nýtt myndband af Jaðri.


Bestu kveðjur frá Lækjamóti
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]