13.02.2010 08:55
Vilmundur frá Feti á Lækjamóti
Vilmund frá Feti ættu flestir hrossaræktendur að þekkja. Hann sló í gegn á LM2006 á Vindheimamelum. Kliður fór um brekkuna þegar hann kom í brautina. Framganga þessa unga hests vakti mikla og verðskuldaða athygli. Vilji og fas ásamt úrvals gangtegundum.
Nú hefur Lækjamót, í samstarfi við Hrossaræktarsamtökin í Vestur og Austur Húnavatnssýslu, fengið hestinn til afnota á fyrra gangmáli sumarið 2010. Hann verður í hólfi á Lækjamóti.
Elstu afkvæmi Vilmundar eru fædd 2004 og því ekki mikil reynsla komin enda hesturinn ekki gamall. Þrátt fyrir það þá hafa komið fram afar góð hross undan Vilmundi. Hæst dæmd eru Stakkavík frá Feti með 8.31 í aðaleinkunn og Stefán frá Hvítadal með 8.2.
Ætt Vilmundar er ekki af verri endanum. Hann er undan hinum þekkta stóðhesti Orra frá Þúfu sem hefur gefið fjöldan allan af afburða ræktunargripum. Móðir Vilmundar er Vigdís frá Feti og hefur hún reynst afskaplega vel sem ræktunarhryssa. Afkvæmi hennar eru 12 og hafa 7 þeirra verið sýnd, eða öll sem náð hafa 5 vetra aldri. 6 þeirra eru með fyrstu verðlaun.
Vilmundur er með 129 í kynbótamati (BLUP), sem er næst hæsta kynbótamat á íslenskum stóðhesti í heiminum í dag og það hæsta á Íslandi.
Einstaklingsdómur Vilmundar er glæsilegur og fylgir hann hér:
Aðaleinkunn: 8,56 |
|
Sköpulag: 7,96 |
Kostir: 8,95 |
Höfuð: 7,5 Smá augu Háls/herðar/bógar: 8,0 Mjúkur Skásettir bógar Bak og lend: 8,5 Mjúkt bak Breitt bak Samræmi: 8,0 Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,5 Framfætur: Útskeifir Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 9,0 Rúmt Taktgott Há fótlyfta Brokk: 9,0 Öruggt Skrefmikið Há fótlyfta Skeið: 8,5 Ferðmikið Öruggt Stökk: 8,5 Ferðmikið Teygjugott Vilji og geðslag: 9,5 Fjör Ásækni Vakandi Fegurð í reið: 9,0 Góður höfuðb. Mikill fótaburður Fet: 7,5 Skrefstutt Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0 |
|
Vinsamlega hafið samband á [email protected] til að fá frekari upplýsingar.
Bestu kveðjur frá Lækjamóti
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]