21.02.2010 08:51

Bautatölt 2010

Það er óhætt að segja að A-úrslitin á Bautatöltinu sem fram fór á Akureyri í gær hafi verið spennandi enda frábærir hestar og knapar þar í úrslitum.
Ísólfur og Kraftur frá Efri - Þverá voru síðustu keppendur forkeppninar en alls tóku um 70 keppendur þátt.  Áður en Ísólfur kom inn á voru Þorsteinn Björnsson (Steini) og Ögri frá Hólum efstir með einkunnina 7,0 en Ísólfur og Kraftur mættu einbeittir á svellið og skutust í efsta sætið með einkunnina 7,17.  Frábær árangur hjá Krafti í sinni fyrstu töltkeppni.
Að loknu hléi og B-úrslitum hófust A-úrslitin og voru þar auk Ísólfs og Steina þeir  
Sölvi Sigurðarson og Glaður frá Grund, Barbara Wensl og Dalur frá Háleggsstöðum og  Magnús Magnússon og Farsæll frá Ibishóli sem kom upp úr B-úrslitum.

Úrslitin voru mjög jöfn en svo fór að Steini og Ögri sigruðu og Ísólfur og Kraftur urðu í 2.sæti. Í þriðja sæti var svo Barbara og Dalur, 4. varð Sölvi og Glaður og 5. urðu Maggi og Farsæll.

Að lokinni keppni var svo gæðingunum pakkað inn í ábreiður og settir upp á sömu kerru og haldið af stað heim á Hóla í snjókomunni.


Ekki gekk nægjanleg vel að ná myndum og lagði undirrituð ekki í að renna sér inn á svellið en hér koma myndir sem teknar voru þegar beðið var niðurstöðu dómara :)


Reiðkennarnir þrír - Ísólfur, Steini og Sölvi bíða spennir eftir niðurstöðu dómara



úrslitin ljós


Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]