04.03.2010 08:28

Frábært kvöld hjá Ísólfi og Sindra!

Æsispennandi töltkeppni var í Meistaradeild KS í gærkvöldi.



Ísólfur og Sindri stóðu sig mjög vel og sigruðu. Frábær árangur hjá þeim félögum sem smám saman öðlast meiri reynslu, en mótin nú í KS-deildinni eru fyrstu innanhússmót þessa knáa hests.  Stórkostlegt hægt tölt hjá þeim köppum í úrslitunum, hraðabreytingarnar góðar og svifu þeir svo um á yfirferðinni og gáfu reynsluboltunum sem með honum voru í úrslitum ekkert eftir. En Gáski brunaði um brautina eins og honum er lagið á yfirferðinni og svo fór að þeir Ísólfur og Ólafur urðu jafnir. Ákváðu þeir að ríða ekki bráðabana heldur biðja um sætaröðun. Fór þá ekki á milli mála að Ísólfur og Sindri höfðu sigrað. Fleira var skemmtilegt fyrir okkur á Lækjamóti á þessu móti en Elvar Einarsson reið hryssu frá Lækjamóti, henni Mön, og stóðu þau sig ansi vel og komust beint í A-úrslitin og enduðu fjórðu.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

A-úrslit:
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjastöðum II 7.50/8.11
2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum 7.70/8.11
3. Bjarni Jónasson og Komma frá Garði 7.57/7.89
4. Elvar Eylert Einarsson og Mön frá Lækjamóti 7.30/7.50
5. Magnús Bragi Magnússon og Farsæll frá Íbishóli 7.07/7.50

B-úrslit:
5. Magnús Bragi Magnússon og Farsæll frá Íbishóli 7.07/7.50
6. Sölvi Sigurðarsson og Töfri frá Keldulandi 6.93/7.22
7. Þórarinn Eymundsson og Fylkir frá Þingeyrum 7.00/7.22
8. Mette Mannseth og Happadís frá Stangarholti 7.23/7.11
9. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum 7.13/7.11


Ísólfur Líndal og Sindri frá Leysingjastöðum í sveiflu.


Elvar Eylert og Mön frá Lækjamóti

Fleiri myndir frá úrslitunum í gærkvöldi má sjá HÉR

  Stigasöfnun knapa í KS deildinni
    * 1          Ólafur Magnússon 16 stig
    * 2          Ísólfur Líndal Þórisson 15 stig
    * 3          Bjarni Jónasson 14 stig
    * 4          Mette Mannseth 11,5 stig
    * 5          Elvar E. Einarsson 11,5 stig
    * 6          Þórarinn Eymundsson 7,5 stig
    * 7          Magnús Bragi Magnússon 7,5 stig
    * 8          Sölvi Sigurðarson 6,5 stig
    * 9          Þorsteinn Björnsson 1,5 stig
    * 10        Líney María Hjálmarsdóttir 1 stig

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]