18.03.2010 21:12

KS-deildin fimmgangur

Þá er þriðju grein KS deildarinnar af fimm lokið og ljóst að lokakvöldið verður æsispennandi í heildarstigasöfnunni. Ísólfur keppti í fimmgangi á Krafti frá Efri Þverá og urðu þeir í 7.sæti og hefur þar með hlotið 17,5 stig og er í 2.sæti á eftir Bjarna Jónasar sem er með 24 stig.
Frumraunin í fimmgangi á Krafti gekk ágætlega og ljóst að hesturinn á mikið inni en þeir hlutu í einkunn úr forkeppni 6,50.

Á laugardaginn er svo stefnan tekin á Stjörnutölt þar sem Kraftur mætir á ísinn - svellkaldur :) .
Auk þess verður farið með Freyði frá Leysingjastöðum II í stóðhestakeppnina en Freyðir er á 5.vetur og hefur ekki komið fram áður. Það verður því spennandi að sjá hvernig hann bregst við ísnum.

Undirrituð var aldrei þessu vant ekki með myndavélina á lofti og því fylgir hér með mynd sem tekin var í vetur af Krafti en sjá má myndir og frétt frá keppnninni m.a á heimasíðunni www.feykir.is



Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]