31.03.2010 06:28

Líf og fjör hjá unga fólkinu í sveitinni

Já það er gaman að vera í sveitinni. Okkar fáu kindur byrjuðu heldur snemma að bera í ár. Lömbin vekja alltaf lukku hjá ungu kynslóðinni. Síðan er alltaf gaman að fara á hestbak og ekki síður þegar verkefnin eru pínulítið krefjandi. Meðfylgjandi eru myndir frá degi í sveitinni.

    
Ísak Þórir með dekurrófuna sína                                              Flottur í framan


Guðmar hæstánægður með lambið sitt                        Þrílemba. Og ef þú ert að velta því fyrir þér hvort við séum bara með mislitt,
                                                                                                                                 þá er svarið JÁ.



Allir að leggja á. Guðmar, Jónína og Ísak.



Guðmar í reiðtíma hjá afa sínum. Ljúfur gamli stendur alltaf fyrir sínu. 


Ísak Þórir og Vár frá Lækjamóti                                                      Jónína Ósk og Kolvör frá S-Skörðugili


Ísak Þórir stendur sig vel í reiðtíma hjá Sonju frænku, bæði á Vár og Kolvöru.


Allir duglegu krakkarnir saman á baki. Jónína Ósk á Vár, Ísak Þórir á Kolvöru og Guðmar Hólm á Ljúf.


Að lokum er hér svo mynd af smíðunum sem eru farnar í gang á Lækjamóti, en nú á að breyta hinum helmningnum af fjárhúsunum líka í hesthús.

Látum þetta gott heita af fréttum úr sveitinni í bili.
Bestu kveðjur frá Lækjamóti
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]