05.04.2010 02:04

Kvennatölt Norðurlands 2010

Kvennatölt Norðurlands í boði útflutningsþjónustu Eysteins Leifssonar var haldið s.l laugardag á Sauðárkróki. Skemmtilegt mót sem er eflaust komið til að vera. Leiðinda veður var þetta kvöld og þónokkuð búið að snjóa á Norðurlandi og vorið greinilega búið að fresta komu sinni í bili. En það stoppaði þær Vigdísi og Sonju ekki.


Vigdís keppti á Aþenu frá Víðidalstungu II og Freyði frá Leysingjastöðum II í flokki minna keppnisvanra en þetta var fyrsta töltkeppni þessarra ungu hrossa. Svo fór að Vigdís komst í úrslit með þau bæði, Aþenu beint í A-úrslit með 6.17 og Freyði í B-úrslit með 5.80. Hún valdi að ríða Aþenu í úrslitum og höfnuðu þær í 5.sæti með einkunnina 6.11. Flottur árangur það!


Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum II


Vigdís og Aþena frá Víðidalstungu II


Vinningshafar í A-úrslitum hjá minna keppnisvönum. Fjóla, Svala, Rósa, Álfhildur og Vigdís.


Sonja keppti á hryssu úr eigin ræktun, Björk frá Lækjamóti í flokki meira keppnisvanra. En þetta var fyrsta töltkeppni Bjarkar. Þær komu aðrar inn í B-úrslit með 6.30 í einkunn, unnu sig síðan upp í A-úrslitin með 6.61 og þaðan svo upp í fjórða sætið með 6.50. Ansi mikil reið á einu kvöldi en mjög gaman. Einnig var í úrslitum í hryssan Mön frá Lækjamóti undir stjórn Ásdísar Óskar og enduðu þær þriðju.


Sonja á hryssunni sinni Björk frá Lækjamóti


Vinningshafar í A-úrslitum hjá meira keppnisvönum. Oddný, Heiðrún, Ásdís, Sonja og Hallfríður.


Skemmtilegt mót að baki og stútfull hestavika framundan með lokakvöldi í Meistaradeild KS og lokamóti í Húnversku liðakeppninni. Mikil spenna!

Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]