10.04.2010 05:46
KS-deildin og Húnverska liðakeppnin búin
Mikið hefur verið að gerast í vikunni og mikil spenna. Lokakvöld KS-deildarinnar var haldið á miðvikudagskvöldið þar sem Ísólfur endaði sjöundi í heildarstigasöfnuninni. Hann var með Dag frá Hjaltastaðahvammi í smalanum og varð í 7. sæti og Drift frá Hólum í skeiði en hlaut ekki stig þar. Þrjú hross frá Lækjamóti voru í keppninni þetta kvöld en Mön var í smalanum og Melkorka og Kóngur í skeiði. Melkorka og Þorsteinn urðu í 8. sæti og Kóngur og Tryggvi hlutu mjög góðan tíma og enduðu í 2.sæti.
Í gærkvöldi var svo lokakvöldið í Húnversku liðakeppninni en þar var keppt í tölti. Lækjamótsfólkið tilheyrir liði 3 sem er lið Víðidals og Fitjárdals. Liðið okkar varð í öðru sæti í heildarkeppninni. Þetta var ansi sterkt mót. Vigdís komst í B-úrslit í 2.flokki á Aþenu frá Víðidalstungu II með einkunnina 5.97 og hlaut 6.17 í úrslitum og varð áttunda. Í 1.flokki kepptu Ísólfur, James og Þórir. Ísólfur og Þrift frá Hólum fengu 6.43 í forkeppni og 6.61 í úrslitum og urðu einnig áttundu. James og Vígtýr frá Lækjamóti stóðu sig ansi vel og fengu 6.70 í forkeppni og 6.89 í úrslitum og enduðu sjöttu. Þórir keppti á Björk frá Lækjamóti og urðu þau rétt fyrir utan úrslit.
Eitthvað lítið var um myndatökur í vikunni en hér kemur ein gömul.
James og Vígtýr frá Lækjamóti undan Stíganda frá Leysingjastöðum í des 2009
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]