17.04.2010 04:37
Móðir Náttúra
Á meðan Móðir Náttúra minnir okkur á að hún er öflugri en nokkur maður ræður við, þá gengur lífið sinn vanagang á Lækjamóti... í það minnsta á meðan ekki kemur sunnanátt.
Í hesthúsinu er margt efnilegra hrossa og verður spennandi að sjá þau springa út með vorinu. Það fer að styttast í að fyrstu hryssurnar kasti og hafa þær verið settar á "fæðingardeildina" þannig auðveldara verði að fylgjast með þeim.
Hér koma myndir af efnilegum systkinum í húsinu. Þau eru undan Rauðhettu frá Lækjamóti, 1.verðl. Kolfinnsdóttur.
Í hesthúsinu er margt efnilegra hrossa og verður spennandi að sjá þau springa út með vorinu. Það fer að styttast í að fyrstu hryssurnar kasti og hafa þær verið settar á "fæðingardeildina" þannig auðveldara verði að fylgjast með þeim.
Hér koma myndir af efnilegum systkinum í húsinu. Þau eru undan Rauðhettu frá Lækjamóti, 1.verðl. Kolfinnsdóttur.
Eyvör f.2006 undan Kletti frá Hvammi. - Geðgóð og efnileg hryssa og ekki spillir liturinn fyrir.
Kvaran f.2005 undan Sveini-Hervari frá Þúfu - Afar efnilegur alhliðahestur með gott geðslag.
Ein í lokin af stóru systur, Björk f.2003 undan Stíganda frá Leysingjastöðum.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]