28.04.2010 03:37
Sólin hækkar á lofti
Nú þegar sólin hækkar á lofti og maður hefði ætlað að hérna myndu rigna inn fréttum af hrossunum að springa út með vorinu, þá er ástandið annað og öðruvísi en maður hafði gert ráð fyrir. Hrossin á okkar vegum á Hólum hafa nefninlega öll veikst af hóstapestinni sem gengur nú yfir landið og lengi vel slapp húsið á Lækjamóti en núna er þetta komið af stað þar líka og fyrstu hross farin að hósta. Þau sem byrjuðu fyrst á Hólum eru búin að vera næstum þrjár vikur en eru þó byrjuð að hressast og vonandi verður hægt að fara af stað í rólegheitum fljótlega. Önnur, sem byrjuðu seinna, eru ennþá þónokkuð slöpp og hósta mikið. Þetta er mikið hagsmunamál og margir hestamenn með hnút í maganum yfir því að missa margar vikur úr þjálfun á hrossum sem er stefnt með í kynbótadóm því nú nálgast sýningarnar óðfluga. Við munum að sjálfsögðu bera hag hrossanna fyrir brjósti og þeim gefinn sá tími sem þarf. Það er svolítið sérstakt að hafa hestamennsku að atvinnu og verða tímabundið hálf verkefnalaus svona á vordögum, eða að minnsta kosti lítið um útreiðar. Það er þó alltaf nóg að gera í sveitinni þótt áherslurnar séu ekki þær sem búist var við.
Þetta er stóðhesturinn Blysfari frá Fremra-Hálsi. Hann er byrjaður að hressast sem betur fer. Undanfarnar vikur hefur hrossunum verið pakkað inn í ábreiður til að reyna að flýta fyrir bata. Þegar litið er yfir húsið þá mætti halda að það væri Landsmót á morgun því meira og minna öllu er pakkað inn, en önnur er raunin.
Aþena og Alúð
Sögn, Sindri og Freyðir
Sindri frá Leysingjastöðum innpakkaður í ábreiðu. Leiðist ekki að fá klapp frá vini sínum honum Guðmari
Freyðir að kíkja á Guðmar sem heldur á hestinum sínum honum Freyði :)
Við höfum aðeins verið að nýta tímann til að æfa fyrir byggingadóma, fara yfir stillingar og reyna að gera okkur í hugarlund hvar hrossin standa. Þetta er Eik frá Grund sem er í okkar eigu undan Markúsi frá Langholtsparti.
Kveðja frá Lækjamóti
Þetta er stóðhesturinn Blysfari frá Fremra-Hálsi. Hann er byrjaður að hressast sem betur fer. Undanfarnar vikur hefur hrossunum verið pakkað inn í ábreiður til að reyna að flýta fyrir bata. Þegar litið er yfir húsið þá mætti halda að það væri Landsmót á morgun því meira og minna öllu er pakkað inn, en önnur er raunin.
Aþena og Alúð
Sögn, Sindri og Freyðir
Sindri frá Leysingjastöðum innpakkaður í ábreiðu. Leiðist ekki að fá klapp frá vini sínum honum Guðmari
Freyðir að kíkja á Guðmar sem heldur á hestinum sínum honum Freyði :)
Við höfum aðeins verið að nýta tímann til að æfa fyrir byggingadóma, fara yfir stillingar og reyna að gera okkur í hugarlund hvar hrossin standa. Þetta er Eik frá Grund sem er í okkar eigu undan Markúsi frá Langholtsparti.
Kveðja frá Lækjamóti
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]