03.05.2010 09:14

Félagar bregða á leik

Til gamans eru hér myndir af Friðriki og Degi frá Hjaltastaðahvammi sem voru teknar í byrjun apríl s.l, skömmu áður en kvefpestin fór að hrjá hrossin okkar.
Þeir félagar eru farnir að æfa að ríða berbakt og beislislaust sem er einkar skemmtilegt en reynir mikið á samspil manns og hests og krefst mikils gagnkvæms trausts. Friðrik og Dagur eru bestu mátar og þykir bæði manni og hesti þetta vera ákaflega skemmtileg viðbót við þjálfunina.


Dagur bíður rólegur á meðan Friðrik flýgur á bak.                           Flottur á töltinu þrátt fyrir að vera beislislaus.


Brokk bæði með reisingu og í slökun með felldan háls. Með sæti og rödd getur Friðrik stjórnað hvernig Dagur beitir sér.


Dagur er með frábært jafnvægi á stökki og ekki ber á öðru en Friðrik sé það líka.
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]