24.05.2010 07:53
Nýjar stíur, ný folöld og nýr vegur :)
Það vantar ekki kraftinn á Lækjamóti en þessa dagana eru spennandi hlutir að gerast. Framkvæmdargleðin er í fullum gangi og tíminn vel nýttur í smíðar á stíum í hesthúsið. Búið er að smíða 10 einshestastíur sem koma sér vel þegar fjölgar á bænum en í sumar flytja Ísólfur, Vigdís, Ísak og Guðmar heim á Lækjamót. Nýtt íbúðarhús mun svo rísa á jörðinni og eru framkvæmdir að hefjast. Ekki þótti því úr vegi að taka fyrstu skóflustunguna um helgina og skála fyrir framtíðinni
. Fleiri myndir má sjá undir maílok í myndaalbúmi en ýmislegt fleira var brallað skemmtilegt um helgina eins og sjá má á myndunum.

Þórir við eina af nýju stíunum í hesthúsinu sem hann er búin að smíða

Lömbin voru mörkuð og sett út um helgina svo allt lambfé er komið út á grænt gras

Mótorhjólið var tekið fram og keyrt um túnin

Stóðið var rekið heim og teknar úr folaldshryssurnar til að hafa í sérhólfi undir meira eftirliti

Síðan var aðeins stolist upp í gröfuna sem notuð er til að gera nýja veginn

Gengið niður að Miðdegishólnum þar sem nýja íbúðarhúsið á að rísa og fyrsta skóflustungan tekin

Sigurður og Ísak spila Kubb við Ísólf og James (Sigurður og Ísak unnu)


Þórir við eina af nýju stíunum í hesthúsinu sem hann er búin að smíða

Lömbin voru mörkuð og sett út um helgina svo allt lambfé er komið út á grænt gras

Mótorhjólið var tekið fram og keyrt um túnin

Stóðið var rekið heim og teknar úr folaldshryssurnar til að hafa í sérhólfi undir meira eftirliti

Síðan var aðeins stolist upp í gröfuna sem notuð er til að gera nýja veginn


Gengið niður að Miðdegishólnum þar sem nýja íbúðarhúsið á að rísa og fyrsta skóflustungan tekin

Sigurður og Ísak spila Kubb við Ísólf og James (Sigurður og Ísak unnu)
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]