18.07.2010 13:28
Ný hryssa í 1.verðlaun
Nú á dögunum eignaðist Lækjamótsbúið nýja 1.verðlauna hryssu þegar Truflun frá Bakka í eigu Ísólfs og Vigdísar fór í 8.01 í aðaleinkunn á kynbótasýningunni á Akureyri. Truflun er 5 vetra gömul undan Þyt frá Neðra-Seli og Krummu frá Bakka. Hún var keypt sem efnistryppi þá að fara á fjórða vetur. Hennar aðall í hæfileikum er skeiðið en fyrir það hlaut hún 8.5. Hennar hæsta einkunn er 9 fyrir fótagerð.




Truflun frá Bakka
Á þessari sýningu sýndi Ísólfur einnig Aþenu frá Víðidalstungu og Mynt frá Gauksmýri. Aþena er hágeng klárhryssa sem hlaut 8.5 fyrir tölt, fegurð í reið, höfuð, bak og lend og fótagerð. Hún hlaut 7.82 í aðaleinkunn. Hún er undan Illingi frá Tóftum og er í eigu Ingvars Jóns Jóhannssonar. Mynt er undan Roða frá Múla og í eigu Sigríðar Lárusdóttur. Mynt er afar vel sköpuð með 8.29 fyrir byggingu og 7.88 í aðaleinkunn.

Aþena og Mynt
Truflun frá Bakka
Á þessari sýningu sýndi Ísólfur einnig Aþenu frá Víðidalstungu og Mynt frá Gauksmýri. Aþena er hágeng klárhryssa sem hlaut 8.5 fyrir tölt, fegurð í reið, höfuð, bak og lend og fótagerð. Hún hlaut 7.82 í aðaleinkunn. Hún er undan Illingi frá Tóftum og er í eigu Ingvars Jóns Jóhannssonar. Mynt er undan Roða frá Múla og í eigu Sigríðar Lárusdóttur. Mynt er afar vel sköpuð með 8.29 fyrir byggingu og 7.88 í aðaleinkunn.
Aþena og Mynt
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]