21.07.2010 09:04
Stóðið
Þær eru ansi fallegar í stóði þessar tvær. Faxprúðar og svo er Toppa með þennan flotta lit og Rödd alltaf hágeng.
Stóðið var rekið heim í gær og var staðan heldur verri, hvað pestina varðar, heldur en við bjuggumst við. Fylgst hafði verið með heilsufari á stóðinu en svo þegar það var rekið af stað kom fram mikill hósti og hor. Því var endanlega tekin sú ákvörðun að ekki verður rekið fram á Víðidalstunguheiði í ár heldur verður stóðið heima svo hægt sé að gefa þeim auga. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera á afar grasmikilli jörð svo það kemur ekki að sök þótt allt verði heima. En stóðréttirnar koma til með að vera einkennilegar.
Spjör undan Hágangi og Toppu Hor í nös
Mertryppi undan Baugi frá Víðinesi, Hnokka frá Þúfum Gott að velta sér :)
og tvær undan Sindra frá Leysingjastöðum.
Nú þegar breyttar reglur eru varðandi einstaklingsmerkingar hrossa þá höfum við tekið upp nýtt frostmerki. Það er ómögulegt að vera án frostmerkis í stóðréttum og auðveldar þetta einnig almennt hrossarag hér á bænum því með merkinu er tölustafur sem táknar ártal og annar sem táknar númer einstaklingsins.
Hér má sjá nýja frostmerkið LM en veturgömlu tryppin eru fyrst til þess að bera þessa nýjung.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]