17.08.2010 06:50

Ásdís og Mön frá Lækjamóti íslandsmeistarar!

Þá er Íslandsmóti yngri flokka lokið í ár en það var haldið á Hvammstanga. Þytsmenn lögðu sig fram við að gera vel og ekki bar á öðru en almenn ánægja hafi verið með mótið. "Þetta kemur alltsaman skemmtilega á óvart" var meðal þess sem ánægðir mótsgestir tjáðu starfsfólki.

Þótt allt unga fólkið sem keppti hafi staðið sig með prýði þá ætlum við að leyfa okkur hér að tíunda til einn íslandsmeistaratitil sem okkur finnst við eiga pínulítið í. En knapinn knái Ásdís Ósk Elvarsdóttir reið hryssunni Mön frá Lækjamóti til sigurs í tölti barna. Til hamingju með það!



Flettingar í dag: 2004
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 1135
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 752094
Samtals gestir: 66834
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 22:45:03
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]