18.08.2010 17:22
Kynbótasýningu á Blönduósi lokið
Farið var með hryssur í kynbótadóm á Blönduós í vikunni og gekk það nokkuð vel. Hæsta dóm sýningarinnar eða 8,17 í aðaleinkunn hlaut glæsihryssan Framtíð frá Leysingjastöðu II. Framtíð hefur verið í þjálfun hjá Ísólfi síðan í vetur og er fylfull við Kraft frá Efri Þverá. Eigandi hennar er Hreinn Magnússon. Framtíð er 5 vetra gömul undan Orra frá Þúfu og Gæsku frá Leysingjastöðum og hlaut 8,44 fyrir sköpulag og 7,98 fyrir kosti þar af 8,5 fyrir tölt, fegurð í reið, vilja og geðslag og fet.

Framtíð frá Leysingjastöðum II, 5 vetra


Þrjár aðrar hryssur voru sýndar og voru þær ansi samstíga í aðaleinkunn eða allar um 7,70 :)
Þetta eru hryssurnar Eyvör frá Lækjamóti, Önn frá Lækjamóti og Eik frá Grund.
Eyvör er 4.vetra gömul undan Kletti frá Hvammi og Rauðhettu frá Lækjamóti. Eigandi er Þórir. Eyvör hlaut í aðaleinkunn 7.70.

Eyvör frá Lækjamóti 4.vetra gömul

Önn frá Lækjamóti er 5 vetra gömul undan Veigari frá Lækjamóti og Öld frá Lækjamóti. Eigandi er Jens T.Mortensen. Önn hlaut 7.71 í aðaleinkunn.

Önn frá Lækjamóti, 5 vetra

Eik frá Grund er einnig 5 vetra en hún er undan Markúsi frá Langholtsparti og Ösp frá Hóli. Eigendur eru Ísólfur og Þórir. Eik hlaut í aðaleinkunn 7,70

Eik frá Grund, 5 vetra



Framtíð frá Leysingjastöðum II, 5 vetra



Þrjár aðrar hryssur voru sýndar og voru þær ansi samstíga í aðaleinkunn eða allar um 7,70 :)
Þetta eru hryssurnar Eyvör frá Lækjamóti, Önn frá Lækjamóti og Eik frá Grund.
Eyvör er 4.vetra gömul undan Kletti frá Hvammi og Rauðhettu frá Lækjamóti. Eigandi er Þórir. Eyvör hlaut í aðaleinkunn 7.70.

Eyvör frá Lækjamóti 4.vetra gömul


Önn frá Lækjamóti er 5 vetra gömul undan Veigari frá Lækjamóti og Öld frá Lækjamóti. Eigandi er Jens T.Mortensen. Önn hlaut 7.71 í aðaleinkunn.

Önn frá Lækjamóti, 5 vetra


Eik frá Grund er einnig 5 vetra en hún er undan Markúsi frá Langholtsparti og Ösp frá Hóli. Eigendur eru Ísólfur og Þórir. Eik hlaut í aðaleinkunn 7,70

Eik frá Grund, 5 vetra



Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]