24.08.2010 09:13
Íþróttamót Þyts 2010
Þá er Íþróttamóti Þyts lokið en það var með heldur óhefðbundnu sniði í ár þar sem norðan hvassviðri og úrhellis rigning setti strik í reikninginn á sunnudeginum þegar ríða átti úrslitin. Mótanefnd ákvað því að færa mótið inn í reiðhöllina frekar en að aflýsa því.
Ísólfur, James og Sonja kepptu á mótinu og gekk það prýðilega. Þau komust öll í úrslit. Ísólfur varð annar í fimmgangi og fimmti í gæðingaskeiði á Ræl frá Gauksmýri, annar í fjórgangi á Herði frá Hnausum og fjórði í tölti á Katrínu frá Vogsósum. James varð þriðji í fimmgangi á Flugari frá Barkarstöðum. Sonja varð þriðja til fimmta í fjórgangi á Kvarani frá Lækjamóti eftir að hafa unnið sig upp úr b-úrslitum og varð svo þriðja í slaktaumatölti á Degi frá Hjaltastaðahvammi.
Ansi lítið hefur verið um mótahald í sumar og því var þetta kærkomið til að hressa við menn og hesta.
Ísólfur og Ræll frá Gauksmýri James og Flugar frá Barkarstöðum
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti 5 vetra Ísólfur og Hörður frá Hnausum
Sonja og Dagur frá Hjaltastaðahvammi Ísólfur og Katrín frá Vogsósum
Ísólfur, James og Sonja kepptu á mótinu og gekk það prýðilega. Þau komust öll í úrslit. Ísólfur varð annar í fimmgangi og fimmti í gæðingaskeiði á Ræl frá Gauksmýri, annar í fjórgangi á Herði frá Hnausum og fjórði í tölti á Katrínu frá Vogsósum. James varð þriðji í fimmgangi á Flugari frá Barkarstöðum. Sonja varð þriðja til fimmta í fjórgangi á Kvarani frá Lækjamóti eftir að hafa unnið sig upp úr b-úrslitum og varð svo þriðja í slaktaumatölti á Degi frá Hjaltastaðahvammi.
Ansi lítið hefur verið um mótahald í sumar og því var þetta kærkomið til að hressa við menn og hesta.
Ísólfur og Ræll frá Gauksmýri James og Flugar frá Barkarstöðum
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti 5 vetra Ísólfur og Hörður frá Hnausum
Sonja og Dagur frá Hjaltastaðahvammi Ísólfur og Katrín frá Vogsósum
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]