03.09.2010 13:46

90% fyljun hjá Blysfara

Búið er að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Blysfara frá Fremra-Hálsi í sumar, en hann var í hólfi á Lækjamóti. Blysfari fór í hryssur eftir Miðsumarsýningu á Vindheimamelum í júlí og voru 30 hryssur hjá honum í sumar. Alls voru 27 hryssur fengnar eftir sumarið og því er fyljunarhlutfallið 90% sem verður að teljast mjög gott. Stærstur hluti þeirra hryssna sem eru fengnar við Blysfara eru 1. verðlauna hryssur enda var folatollurinn frír fyrir 1. verðlauna hryssur í sumar.

Má nefna að hjá honum voru þær Gáta frá Ytra-Vallholti (8,40), Ófelía frá Breiðstöðum (8,18), Smella frá Flugumýri (8,08), Rauðhetta frá Lækjamóti (8,01), Hrönn frá Leysingjastöðum (8,00), Rödd frá Lækjamóti (8,06), Rán frá Lækjamóti (8,22), Dalla frá Ási (8,01), Bestla frá Kagaðarhóli (8,03), Alda frá Syðri-Völlum (8,06), Hending frá Sigmundarstöðum (8,11), Sóllilja frá Halldórsstöðum (8,06), Þruma frá Viðborðsseli (8,00), Ösp frá Minni-Reykjum (8,10), Gola frá Leysingjastöðum (8,14), Svala frá Ólafsfirði (8,06) og Eldborg frá Eyri (8,11) auk fjölda annarra góðra hryssna.


Gáta frá Ytra-Vallholti                                                   Ófelía frá Breiðstöðum


Smella frá Flugumýri                                                           Rauðhetta frá Lækjamóti



Hrönn frá Leysingjastöðum                                                       Rödd frá Lækjamóti
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]