11.09.2010 20:10

James á leið í reiðkennaranám!

Það var mikið spennufall sem átti sér stað föstudaginn 10.sept. sl. þegar James okkar lauk við inntökupróf á Hólum. Hann var ásamt fleirum að þreyta inntökupróf um að komast inn á 3.ár hestafræðideildar Háskólans á Hólum og stóðst það með glæsibrag! Til þess að komast í námið þarf að sýna tvo hesta, einn fjórgangshest og annan alhliða gæðing. Það getur verið þrautinni þyngra að finna hesta sem henta í verkefnið því kröfurnar eru miklar enda námið krefjandi en skemmtilegt. James mætir því í Janúar á Hóla með stóðhestana sína Vígtý frá Lækjamóti og Flugar frá Barkarstöðum og tekst á við spennandi verkefni.
Innilega til hamingju James með frábæran árangur.

 
James og Flugar frá Barkarstöðum f. Hrafn f. Reykjavík m. Fluga frá Valshamri





Vígtýr frá Lækjamóti f. Stígandi frá Leysingjastöðum II m. Valdís f. Blesastöðum 1A

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]