22.09.2010 17:46

Fréttir úr sveitinni

Þá er haustið gengið í garð með öllu sem því tilheyrir. Kindaréttirnar voru þann 11. september og var það mikið fjör að venju. Fullt hús af fólki og börnin nutu sín sérstaklega vel.

 
Smíðar á íbúðarhúsi og á hesthúsi halda áfram og ganga vel
. Þórir er byrjaður að kenna frumtamningar á Hólum eins og hann hefur gert undanfarin haust þannig hann brunar daglega á skódanum á milli sýslna. Eitthvað hefur hóstapestin verið að gera vart við sig þar en vonandi getur skólastarfið gengið sinn vanagang áfram. Ísólfur hefur verið þónokkuð að kenna erlendis og mun nú senn halda til Bandaríkjanna og vera þar í mánuð við þjálfun, sýningar og kennslu. Sonja er flogin til Danmerkur og er nú byrjuð á sínu þriðja ári í dýralækningum.
Allir hafa nóg fyrir stafni hvort sem er innanheimilis eða utan. Ísak Þórir fór í ævintýraheimsókn til Sigurðar í London og var það honum ógleymanlegt.


Hestamaðurinn og litla sjarmatröllið hann Guðmar varð 4 ára í gær og var það langþráður dagur því hann á sér þann draum heitastann að verða sem fyrst stór svo hann geti farið að temja sjálfur.
 


Nú styttist í stóðréttir í Víðidal. Smölunin verður föstudaginn 1. okt og réttin sjálf laugardaginn 2. okt. Takið daginn frá! Allir velkomnir í heimsókn á Lækjamót!

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]