25.10.2010 20:26
Tekið inn
Í dag var farið í yndislegu veðri, frosti og logni, að tína inn gæðinga og gæðingsefnin sem verða inni í vetur. Það er alltaf gaman að taka hrossin á hús og var ekki laust við fiðring í maganum eins og jólin væru að koma þegar farið var í hólfin að sækja hvern gæðinginn á fætur öðrum. Nú vonar maður bara að hrossin verði öll frísk í vetur og hægt verði að sýna hvað í þeim býr. Þeir hestar sem teknir voru inn í dag voru stóðhestarnir: Kraftur f. Efri-Þverá, Sindri f. Leysingjastöðum II, Freyðir f. Leysingjastöðum II, Blysfari f. Fremra-Hálsi, Gustur f. Lækjarbakka, Flugar f. Barkarstöðum, Vígtýr f. Lækjamóti, Kufl f. Grafarkoti. Einnig voru tekin inn: Hvítserkur f. Gauksmýri, Kristófer f. Hjaltastaðahvammi, Katrín f. Vogsósum, Hörður f. Hnausum og Serbus f. Miðhópi. Á næstu dögum munu bætast fleiri í hópinn og því spennandi dagar framundan.

Vígtýr f. Lækjamóti og Freyðir f. Leysingjastöðum II sóttir í stóðhestahólf

sumir voru hrifnari af fötunni en aðrir en í henni leyndustu kögglar

það var ekið um sýsluna til að ná í stóðhestana úr ýmsum hólfum

Guðmar var að sjálfsögðu með þennan dag og hjálpaði mikið til. Hér fær hann blíðar móttökur hjá kisu (Rispu f. Þingeyrum) sem býr í hesthúsinu, fegin að fá félagsskap í húsið.

"útlendingurinn" eins og sumir kalla hann í fjölskylduboðum, glaður að vera komin heim eftir mikla kennslu og sýningartörn erlendis.
Vígtýr f. Lækjamóti og Freyðir f. Leysingjastöðum II sóttir í stóðhestahólf
sumir voru hrifnari af fötunni en aðrir en í henni leyndustu kögglar
það var ekið um sýsluna til að ná í stóðhestana úr ýmsum hólfum
Guðmar var að sjálfsögðu með þennan dag og hjálpaði mikið til. Hér fær hann blíðar móttökur hjá kisu (Rispu f. Þingeyrum) sem býr í hesthúsinu, fegin að fá félagsskap í húsið.
"útlendingurinn" eins og sumir kalla hann í fjölskylduboðum, glaður að vera komin heim eftir mikla kennslu og sýningartörn erlendis.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]