31.10.2010 20:03
allt komið á fullt
Þá eru komin inn flest af þeim hrossum sem verða inni fyrir áramót og starfið að komast á fullt. Alls eru nú inni 23 hross þar af 11 stóðhestar. "nýji" hesthúshlutinn er að verða klár, 5 stíur alveg tilbúnar og 10 langt komnar. Alls verður pláss fyrir a.m.k 43 hesta þegar allt er tilbúið. Í dag var frídagur hjá hestunum og fengu þeir að dvelja lengi úti í veðurblíðunni. Myndavélinni var svo tekin með þegar sett var inn og kvöldgjöfin gefin.

Ísak og Guðmar duglegir að hjálpa til í hesthúsinu

hinn gangurinn

Sindri f. Leysingjastöðum í einni af nýju stíunum


Borgar f. Strandarhjáleigu Blysfari f. Fremra-Hálsi
Þar sem það fylgir því óhjákvæmilega miklar járningar þegar mörg hross eru tekin á hús er Guðmar búin að "stúdera" járningar síðust daga. Þessi aðferð hans verður þó líklega seint talin venjuleg en hún virkar



Mjög einbeittur. Svo er auðvitað að athuga fótstöðuna og hvernig til tókst
Ísak og Guðmar duglegir að hjálpa til í hesthúsinu
hinn gangurinn
Sindri f. Leysingjastöðum í einni af nýju stíunum
Borgar f. Strandarhjáleigu Blysfari f. Fremra-Hálsi
Þar sem það fylgir því óhjákvæmilega miklar járningar þegar mörg hross eru tekin á hús er Guðmar búin að "stúdera" járningar síðust daga. Þessi aðferð hans verður þó líklega seint talin venjuleg en hún virkar

Mjög einbeittur. Svo er auðvitað að athuga fótstöðuna og hvernig til tókst
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]