25.11.2010 10:09

Verknámsdagurinn á Hólum

Eftir áramót mun Anna-Lena Aldenhoff hefja verknám frá Hólaskóla hér á Lækjamóti. Við skelltum okkur því í fjölskylduferð á Hóla til að hitta Önnu Lenu, kennara og aðra verknámskennara í gær. Það er alltaf gaman að koma á Hóla og voru Ísak og Guðmar glaðir að fá að koma með og hitta vini sína þar. Ísak fékk að fara í grunnskólann og ljúka skóladeginum með gömlu bekkjarfélögunum og Guðmar fór á sinn fyrsta verknámsfund og fylgdist grannt með þegar vinnubrögðin voru sýnd í Þráarhöll.

Guðmar einbeittur á svip að fylgjast með sýnikennslu (auðvitað með hest í hendinni líka...)

Verknámið er tvískipt og stendur yfir frá janúar fram í maí. Fyrst er um að ræða frumtamningu og að því loknu taka við þjálfunarhestar. Markmið verknámsins eru m.a að nemandinn fái - skipulega starfsþjálfun í tamningu, þjálfun og umhirðu hesta. - Auki sjálfstæði sitt við tamningu og þjálfun hesta. - Fái innsýn inn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús og fái þjálfun í mannlegum samskiptum.
Í gær fengum við að sjá hluta af þeim vinnubrögðum sem nemendur læra og voru það Þórarinn Eymundsson, Eyjólfur Þorsteinsson og Mette Mannseth sem stjórnuðu sýnikennslunni.




Anna Lena sýnir "laus í hringgerði"


hluti af nemendum 2.árs bíða spennt eftir að fá að sýni tryppin sín


Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]