20.12.2010 09:29

Sindri frá Leysingjastöðum II fallinn

Sá sorglegi atburður átti sér stað í gær þann 19.desember að gæðingurinn Sindri frá Leysingjastöðum II lést. Sindri veiktist skyndilega föstudagsmorguninn 17.desember. Í fyrstu var talið að um hrossasótt eða fóðureitrun væri að ræða og fékk hann meðhöndlun við því. Á laugardeginum virtist Sindra líða betur og voru dýralæknar sammála um það. Á sunnudagsmorgni versnaði honum skyndilega aftur og lést. Krufning leiddi í ljós bólgur í þörmum sem leiddu til blóðeitrunar. Ekki er vitað um orsök veikindanna enda mjög sjaldgæf hér á landi og engin lækning þekkt.
Sindri var heygður í Miðdegishólnum á Lækjamóti en þar sem fallnir höfðingjar hvíla.
Mikil sorg ríkir við þennan missi enda um einstakan vin og gæðing að ræða en þökkum um leið fyrir ánægjulegar og ógleymanlegar stundir, þú kenndir okkur margt.



Ísólfur og Sindri þreyttir en glaðir eftir velheppnaða kennslusýningu í Gusti sl. vetur.



vinirnir Sindri og Guðmar spjalla saman


Sindri og Ísólfur í úrslitum á Íslandsmóti 2009
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]