03.01.2011 14:06

2011 gengið í garð

Þá er árið 2011 gengð í garð og viljum við nota tækifærið og óska lesendum gæfuríks nýs árs, með þökkum fyrir það gamla.

Nýja árið byrjaði skemmtilega hjá Lækjamótsfjölskyldunni því það er ekki á hverjum degi (já eða ári ef því er að skipta) sem allir fjölskyldumeðlimir eru á sama stað á sama tíma. Sonja og Friðrik hafa verið heima frá Kaupmannahöfn yfir hátíðarnar og Sigurður og Gréta komu svo frá London á nýjársdag og þá var fjölskyldan sameinuð á Lækjamóti. Ansi langt síðan síðast.


Allir saman 2. jan: Ísólfur, Vigdís, Sigurður, Gréta, Þórir, Ísak Þórir, Elín, Guðmar, Friðrik og Sonja.

 
Guðmar með sína fyrstu reiðkennslu, en Gréta þurfi hans hjálparhönd til að ráða við Ljúf emoticon  -  Gréta og Sigurður á leið í reiðtúr

Nú eru að taka til starfa í hesthúsinu þær Þóranna Másdóttir og Anna-Lena Al og eru þá orðnir fimm starfsmenn í hesthúsinu; Þórir, Ísólfur, Vigdís, Anna-Lena og Þóranna. Það ætti því heldur betur að vera hægt að koma einhverju í verk og vinna af krafti á nýja árinu. Bjóðum við þær velkomnar!

James er bráðlega að byrja á reiðkennaradeildinni á Hólum og því missum við fóstursoninn frá okkur til vorsins. Hann á nú eftir að vera með sterkar taugar heim, hann er ekki farinn langt þótt það sé nú slæmt að missa svo góðan starfsmann úr hesthúsinu. Við óskum honum góðs gengis í náminu.
 
Látum þetta gott heita af fréttum frá Lækjamóti í bili.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]