28.01.2011 11:57

Fróðleiksþyrstir húnvetningar


hluti áhorfenda bíða spenntir eftir að sýnikennslan hefjist

Það voru áhugasamir hestamenn sem hópuðustu á sýnikennsluna sem haldin í Þytsheimum á Hvammstanga í gærkvöldi. Kvöldið hófst á því að Ísólfur Líndal gekk inn á gólfið og kynnti lauslega dagskrá kvöldsins. Því næst reið James Faulkner á vaðið á hestinum Serbusi frá Miðhópi og fjallaði um notkunargildi reiðhalla og mikilvæga hluti sem þarf að hafa í huga þegar margir þjálfa á sama tíma inni. Hann hafði svo tekið saman skriflegar leiðbeiningar og skildi eftir fyrir Þytsmenn að skoða.

Næstur tók til máls Ísólfur Líndal á hestinum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ísólfur ræddi meðal annars um mikilvægi fótastjórnunar og andlegs og líkamlegs heilbrigðis hests og knapa. Ísólfur sýndi ýmsar æfingar og hvernig hægt væri að búa til sameiginlegt tungumál, "lyklaborð" til bættra samskipta milli manns og hests.

Eftir hlé þar sem fólki gafst kostur á að fá sér kaffi og súkkulaði reið Guðmar Þór inn á hryssunni Eik frá Grund. Guðmar var með þjálfunarstund og lagði áherslu á taumsamband, stjórn á yfirlínu hestsins, beitingu líkama hans og slökun. Í lok þjálfunartímans komu svo Ísólfur og James inn á með Guðmari og sýndu þeir allir þrír hvernig orkustig hestsins er hækkað og afköst aukin. Talaði Guðmar um hversu mikilvægt er á að hafa stjórn á orku hestsins. Enduðu þeir svo á að sýna hestana slaka og sátta í lok þjálfunarstundar.




Ísólfur, Guðmar Þór og James ánægðir eftir vel heppnaða sýnikennslu í Þytsheimum

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]