08.02.2011 22:15
Keppnistímabilið að hefjast
Eftir óvenju margra mánaða hlé á mótastússi, vegna hestapestar á síðasta ári, þá byrjar fjörið loksins aftur næsta föstudagskvöld. Hin eina og sanna Sparisjóðs liðakeppnin (áður húnverska liðakeppnin) ríður á vaðið með fjórgangsmóti í Þytsheimum. Þar munu etja kappi fulltrúar 4 liða en liðin skiptast þannig:
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Spennan í hesthúsinu magnast með degi hverjum þar sem Ísólfur og Vigdís tilheyra liði 3 en Þóranna og Anna-Lena keppa fyrir lið 2. Heyrst hefur að stífum æfingum, súpufundum og fleiru til að koma öllum í rétta formið :)
Það verður gaman að sjá hvernig þetta fyrsta mót vetrar fer, ekki síst fyrir undirritaða sem ætlar að taka þátt í fyrsta sinn í fjórgangi innanhús.
Vigdís og Björk frá Lækjamóti