18.02.2011 19:55

40 ára afmælishátið FT

Það er óhætt að segja að það sé spennandi dagur framundan en glæsilega 40 ára afmælishátið FT hefst á morgun, laugardag, kl. 10:00.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
10.00 Ávarp formanns: Sigrún Ólafsdóttir
10.10 Ungir og efnilegir: Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri Guðmundssynir
10.30 Fótafimi knapa: Ísólfur Líndal Þórisson
11.00 "Fyrir framan fót og aftan hendi": Eyjólfur Ísólfsson/Anton Páll Níelsson
11.40 Mette sýnikennsla: Mette Mannseth
12.10 Þjálfun: Þorvaldur Árni Þorvaldsson
12.30 Hádegishlé
13.00 Hólar - Reiðkennarabraut 15 ára: Ýmsir
13.20 Gullmerki FT
13.40 Léttleiki og frelsi: Súsanna Ólafsdóttir
14.00 Samspil: Benedikt Líndal
14.20 Taumsamband: Þórarinn Eymundsson
14.50 Samspil gamla og nýja tímans: Sigurbjörn Bárðarson
15.10 Jakob og Auður frá Lundum II: Jakob S. Sigurðsson
15.30 Tvær úr Ölfusinu: Þórdís Erla Gunnarsdóttir
16.00 Hestamennska FT - Ný keppnisgrein
17.30 Áætluð sýningarlok

Þar sem feðgarnir Þórir og Ísólfur eru þátttakendur í þessari glæsilegu sýningu var brunað í höfuðborgina á fimmtudagskvöldi. Föstudagurinn var svo vel nýttur í æfingar og þrif eins og eftirfarandi mynd sýnir mjög vel.

Freyðir f. Leysingjastöðum II, Kristófer f. Hjaltastaðahvammi, Kvaran f. Lækjamóti og Freymóður f. Feti láta fara vel um sig í hitalömpum og þurrkun eftir þvottinn.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]