22.02.2011 14:57
Velheppnuð og vel sótt FT sýning
Stórglæsilegri afmælishátið FT lauk sl. laugardag. Alls mættu milli 700-800 manns á þessa glæsilegu dagskrá sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Dagskráin stóð yfir frá 10 um morguninn og fram til 18 og voru Lækjamótsmeðlimir þáttakendur í 4 atriðum. Ísólfur var með sýnikennslu sem bar heitið "fótafimi knapa". Fjallaði hann þar um þjálfun með aðstoð markvissra og skipulagðra ábendinga með fótum og sæti. Með honum var hesturinn Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.
Liðin eru 15 ár síðan fyrstu reiðkennaranemarnir útskrifuðust frá Hólaskóla og var glæsilegt atriði sýnt undir stjórn yfirreiðkennara skólans Eyjólfs Ísólfssonar. Bæði Ísólfur og Þórir voru þáttakendur í þessu atriði ásamt 13 öðrum útskrifuðum reiðkennurum. Þeir mættu þar til leiks með hestana Freyði frá Leysingjastöðum og Kvaran frá Lækjamóti.
Að lokum fór svo fram í fyrsta sinn keppni í Hestamennsku FT. Ísólfur og Freymóður frá Feti tóku þátt í þessari nýju og áhugaverðu keppni sem vonandi er komin til að vera.
Áhorfendur fylgdust vel með því sem fram fór
Sýnikennslan, Ísólfur og Kristófer
Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II í atriði með reiðkennurum
Þórir og Kvaran frá Lækjamóti í reiðkennaraatriðinu. Eyjólfur Ísólfsson fylgist vel með
Veitt voru gullmerki FT. Hátíðleg og glæsilega umgjörð var um þá viðurkenningu
Ísólfur og Freymóður tóku þátt í keppninni "Hestamennska FT" og urðu í 3. sæti
Liðin eru 15 ár síðan fyrstu reiðkennaranemarnir útskrifuðust frá Hólaskóla og var glæsilegt atriði sýnt undir stjórn yfirreiðkennara skólans Eyjólfs Ísólfssonar. Bæði Ísólfur og Þórir voru þáttakendur í þessu atriði ásamt 13 öðrum útskrifuðum reiðkennurum. Þeir mættu þar til leiks með hestana Freyði frá Leysingjastöðum og Kvaran frá Lækjamóti.
Að lokum fór svo fram í fyrsta sinn keppni í Hestamennsku FT. Ísólfur og Freymóður frá Feti tóku þátt í þessari nýju og áhugaverðu keppni sem vonandi er komin til að vera.
Áhorfendur fylgdust vel með því sem fram fór
Sýnikennslan, Ísólfur og Kristófer
Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II í atriði með reiðkennurum
Þórir og Kvaran frá Lækjamóti í reiðkennaraatriðinu. Eyjólfur Ísólfsson fylgist vel með
Veitt voru gullmerki FT. Hátíðleg og glæsilega umgjörð var um þá viðurkenningu
Ísólfur og Freymóður tóku þátt í keppninni "Hestamennska FT" og urðu í 3. sæti
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]