09.03.2011 15:29

snjór, frost og logn

Eftir rok, hlýindi og leiðinlegt útreiðarfæri undanfarið er loksins kominn snjór! Þjappaður snjór, logn, frost og sól gerir alla glaða, bæði hesta og menn. Það hafa því verið vel nýttir síðustu dagar til að þjálfa úti. Undirrituð skellti sér einnig loksins út með myndavélina til að smella af nokkrum myndum. Það er nóg um að vera í keppnum og sýningum á næstunni, í kvöld ætlar Ísólfur að skella sér í Skagafjörðinn og keppa í fimmgangi á Ræl frá Gauksmýri. Á föstudagskvöldið er svo Sparisjóðs-liðakeppnin á Hvammstanga og ætla bæði Ísólfur og Vigdís að keppa þar. Svo er töltkeppnin í KS-deildinni í næstu viku og þannig mætti halda áfram fram að telja upp dagskrána fram á sumar :)
En hér koma nokkrar myndir af daglega lífinu á Lækjamóti


Orustuþota (á 2.vetur)  undan Sindra frá Leysingjastöðum II  stelst ennþá í sopa hjá Þotu.


Guðmar að spjalla við folaldshryssurnar og ungviðið


Öskudagurinn runninn upp, Ísak og Viktor J. síamstvíburar og Guðmar spiderman


Ísólfur í reiðtúr á Tangó frá Síðu


Þóranna að þjálfa og Anna - Lena á einu af tamningatryppunum sínum.
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]