12.03.2011 20:12

Fimmgangsveisla á Hvammstanga

Það var boðið upp á fimmgangs veislu í gærkvöldi þegar Sparisjóðs-liðakeppninni (Húnvetnska liðakeppnin) fór fram.  Kvöldið endaði á  úrslitum í 1. flokk þar sem 5 glæsistóðhestar tókust á. Við Lækjamóts II hjónin tókum þátt og urðum bæði í 4. sæti eftir forkeppni í 1. og 2. flokk. Ísólfur á Krafti frá Efri-Þverá en Vigdís á Ræl frá Gauksmýri.  Eftir úrslitin fór Ísólfur upp í 3.sæti en Vigdís niður í 5. sæti. Undirrituð var mjög ánægð með árangur kvöldsins í sinni fyrstu fimmgangskeppni þrátt fyrir að reynsluleysi á skeiði hafi aðeins komið í ljós í úrslitunum. Nú verður líka ekki aftur snúið, frúin er orðin skeiðsjúk og vill helst bara fara að æfa sig að leggja á skeið og fara hratt emoticon 

Frúin á Lækjamóti II sátt við frumraunina 


úrslitin í 1.flokki, Ísólfur og Kraftur í 3.sæti

Lið 3 sem er okkar lið sigraði kvöldið með 39,5 stig eftir endurútreikning á stigum og stendur liðakeppnin þá þannig að lið 3 er efst með 129,5 stig, í öðru sæti er lið 1 með 113 stig, í þriðja sæti er lið 2 með 103 stig og í fjórða sæti kemur lið 4 með 65,5 stig

Úrslit urðu eftirfarandi:


1. flokkur
A - úrslit
eink fork/úrsl
1. Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mó 6,67 / 7,14
2. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 7,07
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Kraftur frá Efri-Þverá 6,57 / 6,83
4. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli 6,77 / 5,90
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum 6,83 / 4,83

B-úrslit

5. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 6,83
6. Elvar Einarsson og Vestri frá Borgarnesi 6,37 / 6,62
7-8 Líney María Hjálmarsdóttir og Þerna frá Miðsitju 6,23 / 6,48
7-8 Randi Holaker og Skáli frá Skáney 6,17 / 6,48
9. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka 6,23 / 6,19


2. flokkur
A-úrslit

eink fork/úrsl
1. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk I 6,13 / 6.90
2. Patrik Snær Bjarnason og Sváfnir frá Söguey 6,10 / 6,62
3. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,10 / 6,33
4. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,12 (vann b-úrslit)
5. Vigdís Gunnarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,97 / 6,05

B-úrslit
5. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,14
6. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Katarína frá Tjarnarlandi 5,93 / 6,05
7. Halldór P Sigurðsson og Gósi frá Miðhópi 5,53 / 5,83
8. Unnsteinn Andrésson og Lokkur frá Sólheimatungu 5,47 / 5,62
9. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 5,57 / 4,45
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]