17.03.2011 15:38
KS- tölt
Freymóður og Ísólfur í mikilli sveiflu (mynd Sveinn Brynjar)
Það voru glæsilegar töltsýningar sem boðið var upp á í KS deildinni og er nú aðeins eitt kvöld eftir í þessari frábæru mótaröð. Ísólfur og Freymóður frá Feti voru ánægðir eftir kvöldið, náðu í eitt stig og urðu í 9.sæti. Freymóður er vaxandi hestur á keppnisvellinum og verður gaman að fylgjast með þróun hans.Sigurvegari kvöldsins var hin glæsilega List frá Vakurstöðum og Árni Björn Pálsson en þau hlutu eftir A úrslit 8,39. List var stórglæsileg og algjör unun á að horfa.
Önnur úrslit voru þessi:
B-úrslit
5. Sölvi Sigurðarson 7,00
6. Tryggvi Björnsson 6,94
7. Baldvin Ari Guðlaugsson 6,78
8. Hörður Óli Sæmundarson 6,72
9. Ísólfur L Þórisson 6,50
A-úrslit
Knapi Eink
1. Árni Björn Pálsson 8,39
2. Ólafur Magnússon 7,78
3. Eyjólfur Þorsteinsson 7,61
4. Bjarni jónasson 7,61
5. Sölvi Sigurðarson 6,72
Þó að það sé gaman að fara á mót er alltaf skemmtilegast að koma heim aftur og ekki verður það verra þegar allir snillingarnir taka glaðir á móti manni þegar maður birtist um nætur þreyttur eftir ferðalagið. Þessi mynd var tekin í nótt þegar við komum heim eftir töltið en sjá má glitta í hluta af þeim hestum sem eru í þjálfun hjá okkur. Í þessari röð eru 10 stóðhestar en þeir eru:
Blysfari f. Fremra-hálsi, Borgar f. Strandarhjáleigu, Hróður f. Laugabóli, Kraftur f. Efri-Þverá, (Freymóður næstur en sést ekki) Haki frá Bergi, Freyðir f. Leysingjastöðum, Draumur f. Ragnheiðarstöðum, Hlynur f. Ragnheiðarstöðum og Ræll f. Gauksmýri.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1377
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611733
Samtals gestir: 61362
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:46
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]