24.03.2011 13:22
Tvö gull í Húnavatnssýsluna
Fyrnasterku fjórgangsmóti Skagfirsku mótaraðarinnar lauk sl. nótt. Margar skráningar voru á mótið, faglegar sýningar og góðir hestar en allir nemendur 3.árs Hólaskóla og nokkrir af nemendum 1. og 2.árs voru meðal þáttakenda. Sem dæmi um styrkleika mótsins þá fóru í fyrsta flokki alls 25 keppendur af 38 í yfir 6,0 í einkunn.
Þegar allri forkeppni var lokið um 23:30 í gærkvöldi var staðan þannig hjá okkar fólki að Þóranna var í 2.sæti í öðrum flokki og Ísólfur í 1.sæti í fyrsta flokki. Einnig tóku þátt James og Brimar, Ísólfur og Kristófer og Vigdís og Freyðir en komust ekki í úrslit að þessu sinni.
Úrslitin í öðrum flokki fóru svo þannig að Þóranna sigraði á hryssunni Gátt frá Dalbæ með einkunnina 6,57 og Ísólfur og Freymóður frá Feti héldu sínu sæti eftir harða keppni með einkunnina 7,30.
Úrslit kvöldsins voru þessi:
2. flokkur
1. Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ 6,57
2. Sigurður Rúnar Pálsson Rúna frá Flugumýri 6,47
3. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Hrímnir frá Hjaltastöðum 6,33
4. Birna Magnea Sigurbjörnsdóttir Stæll frá Enni 6,20
5. Hrefna Hafsteinsdóttir Freyja frá Efri-Rauðalæk 6,13
1.flokkur
A-úrslit
1. Ísólfur Þ. Líndal Freymóður frá Feti 7,30
2. Silvía Sigurbjörnsdóttir Þórir frá Hólum 7,17
3. Eyrún Ýr Pálsdóttir Lukka frá Kálfsstöðum. 7,00
4. Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk 6,93
5. Linda Rún Pétursdóttir Máni frá Galtarnesi 6,70
B-úrslit
5. Silvía Sigurbjörnsdóttir Þórir frá Hólum 7,13
6. Sina Scholz Taktur frá Varmalæk 6,53
7. Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík. 6,70
8. Ragnhildur Haraldsdóttir Eitill frá Leysingjastöðum 6,70
9. Egill Þórarinsson Hafrún frá Vatnsleysu 6,37
Unglingaflokkur
1. Elín Magnea Björnsdóttir Stefnir frá Hofstaðarseli 6,43
2. Jón Helgi Sigurgeirsson Bjarmi frá Enni 6,13
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti 6,03
4. Lýdía Gunnarsdóttir Geysir frá Hofsósi 5,50
5. Friðrik Andri Atlason Kvella frá Syðri-Hofdölum. 5,27