29.03.2011 21:53

Frumtamningaprófi Önnu-Lenu lokið

Í dag tók Anna-Lena frumtamningaprófið sitt í verknámi hjá okkur og stóð sig með glæsibrag. Anna- Lena fór með hryssurnar Bríet f. Hjaltastaðahvammi, Spurningu f. Víðidalstungu II og Villimey f. Spjör í lokaprófið og gekk vel með þær allar enda mjög vel tamdar hjá henni. Það var blíðskaparveður í dag þegar prófið fór fram og náðum við því að smella af nokkrum myndum þegar hún sýndi tryppin úti.  Prófdómarar voru Þórarinn Eymundsson og Ólafur Magnússon.


Villimey, Anna-Lena, Spurning og Bríet kátar að prófi loknu


Verið að gera Bríet tilbúna


Spurning og Villimey

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1456
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 795879
Samtals gestir: 68555
Tölur uppfærðar: 25.8.2025 02:58:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]