09.04.2011 09:26
Margir sigrar! Frábær töltkeppni
Efstu þrír í samanlagðri stigasöfnun, Vigdís efst, Þóranna önnur og Halldór þriðji
Það var mögnuð stemming sem myndaðist í gær meðal keppenda og áhorfenda þegar lokakvöldi húnvetnsku liðakeppninnar fór fram. Aldrei hafa sést jafn margar glæsilegar töltsýningar í þessari keppni og má sem dæmi nefna að alls fóru 9 knapar í 7,0 eða hærra í einkunn í úrslitum og því óhætt að segja að keppnin hafi verið gríðarlega sterk.
Þórir og Kvaran í flottri sveiflu
Lækjamóts fólkið stóð sig frábærlega en Þóranna sigraði 2 flokk á gæðingshryssunni Gátt frá Dalbæ með 7,0 og Vigdís vann sig upp úr b-úrslitum og varð í 2.sæti á stóðhestinum Freyði frá Leysingjastöðum II með 6,67. Í einstaklingskeppninni sem er samanlagður árangur á mótaröðinni skiptu þær um sæti því að Vigdís sigraði þá keppni með 17 stig og Þóranna varð 2. með 15 stig.
Úrslit í 2.flokki, Þóranna, Vigdís, Herdís, Ingunn og Kolbrún
Í 1.flokki komust svo Þórir, Ísólfur og James allir í b-úrslit og háðu þar harða en skemmtilega baráttu og röðuðust þannig að James og Brimar urðu í 6.sæti með 7,17, Ísólfur og Freymóður urðu í 7.sæti með 7,06 og Þórir og Kvaran urðu í 8. með 6,83.
B-úrslit í 1.flokki. Jóhann, Þórir, Ísólfur, James og Reynir
Til að ljúka svo kvöldinu með stæl sigraði lið 3 sem er okkar lið keppnina með yfirburðum!
Gunnar liðstjóri leiðir lið 3 trylltan sigurhring eftir að úrslitin lágu fyrir
Úrslit kvöldsins má svo sjá hér fyrir neðan (fengið af heimasíðu hestamannafélagsins Þyts auk mynda)
1. flokkur
A-úrslit eink fork/úrslit
1 Ólafur Magnússon / Gáski frá Sveinsstöðum 7,57 / 8,22
2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33 / 7,78
3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,13 / 7,67
4 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,28 (sigraði B-úrslit)
5 Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 8,97 / 7,00
B - úrslit
5 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,33
6 James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,93 / 7,17
7 Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,83 / 7,06
8 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,77 / 6,83
9 Jóhann Magnússon / Punktur frá Varmalæk 6,80 6,72
2. flokkur
A-úrslit eink fork/úrslit
1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,57 / 7,00
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,67 (sigraði B-úrslit)
3 Herdís Rútsdóttir / Taktur frá Hestasýn 6,30 / 6,61
4 Ingunn Reynisdóttir / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,43 / 6,39
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,17 / 6,22
B-úrslit eink fork/úrslit
5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,61
6 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 6,10 / 6,44
7-8 Alma Gulla Matthíasdóttir / Drottning frá Tunguhálsi II 6,00 / 6,33
7-8 Paula Tillonen / Sif frá frá Söguey 6,13 / 6,33
9 Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri-Völlum 6,00 / 6,28
3. flokkur eink fork/úrslit
1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,93 / 6,39
2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,67 / 6,39
3 Jón Ragnar Gíslason / Bleikur frá Bjarnastaðahlíð 5,77 / 6,28
4 Sigrún Þórðardóttir / Kolbrá frá Hafnarfirði 6,00 / 6,22
5 Ragnar Smári Helgason / Gæska frá Grafarkoti 5,60 / 5,83
Unglingaflokkur eink fork/úrslit
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 6,07 / 6,78
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Lávarður frá Þóreyjarnúpi 5,77 / 6,17
3 Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 5,37 / 6,00
4 Valdimar Sigurðsson / Berserkur frá Breiðabólsstað 5,33 / 5,83
5 Birna Olivia Ödqvist / Djákni frá Höfðabakka 5,275,72
EINSTAKLINGSKEPPNIN:
1. flokkur
1. sæti Tryggvi Björnsson með 26 stig
2. sæti Elvar Einarsson með 24 stig
3. sæti Reynir Aðalsteinsson með 23 stig
2. flokkur
1. sæti Vigdís Gunnarsdóttir með 17 stig
2. sæti Þóranna Másdóttir með 15 stig
3. sæti Halldór Pálsson með 14 stig
3. flokkur
1. sæti Selma Svavarsdóttir með 5,5 stig
2. sæti Ragnar Smári Helgason með 5,5 stig
3. sæti Sigrún Þórðardóttir með 3,5 stig
Unglingaflokkur
1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 13 stig
2. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 8 stig
3. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir með 5,5 stig
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]