21.04.2011 22:19
páskarnir, kynbótasýning ofl.
Í dag komu feðgarnir Arnar, Mummi og Arnar Orri í heimsókn að kíkja á hrossin sín og var notað tækifærið og smellt af. Í næstu viku byrjar svo fjörið en þá hefst fyrsta kynbótasýning ársins en hún fer fram á Sauðárkróki og er stefnan tekin þangað með nokkra stóðhesta. Spennan eykst með hverri vikunni fyrir landsmóti enda styttist óðum í þann skemmtilega viðburð!
Rás II frá Flagbjarnarholti
Hlynur frá Ragnheiðarstöðum
Katla frá Flagbjarnarholti
Draumur frá Ragnheiðarstöðum
Páskarnir eru svo á næsta leiti með tilheyrandi súkkulaði áti og notalegheitum. Það verður fjölmennt á Lækjamóti um páskana þar sem öll fjölskylda Vigdísar kemur í heimsókn. Í vikunni hafa verið góðir aðstoðarmenn í hesthúsinu en þau Jónína Ósk og Davíð Sindri hafa verið hjá okkur í páskafríinu sínu. Það er alltaf gott að fá aðstoð í hesthúsið :)
Jónína og Davíð Guðmar að segja Arnari Orra hvað hestarnir heita
Það hafa komið rokdagar og þá lítur tjörnin svona út um eldhúsgluggann!
Rás II frá Flagbjarnarholti
Hlynur frá Ragnheiðarstöðum
Katla frá Flagbjarnarholti
Draumur frá Ragnheiðarstöðum
Páskarnir eru svo á næsta leiti með tilheyrandi súkkulaði áti og notalegheitum. Það verður fjölmennt á Lækjamóti um páskana þar sem öll fjölskylda Vigdísar kemur í heimsókn. Í vikunni hafa verið góðir aðstoðarmenn í hesthúsinu en þau Jónína Ósk og Davíð Sindri hafa verið hjá okkur í páskafríinu sínu. Það er alltaf gott að fá aðstoð í hesthúsið :)
Jónína og Davíð Guðmar að segja Arnari Orra hvað hestarnir heita
Það hafa komið rokdagar og þá lítur tjörnin svona út um eldhúsgluggann!
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]