21.04.2011 22:19

páskarnir, kynbótasýning ofl.

Í dag komu feðgarnir Arnar, Mummi og Arnar Orri í heimsókn að kíkja á hrossin sín og var notað tækifærið og smellt af.  Í næstu viku byrjar svo fjörið en þá hefst fyrsta kynbótasýning ársins en hún fer fram á Sauðárkróki og er stefnan tekin þangað með nokkra stóðhesta. Spennan eykst með hverri vikunni fyrir landsmóti enda styttist óðum í þann skemmtilega viðburð!


Rás II frá Flagbjarnarholti


Hlynur frá Ragnheiðarstöðum



Katla frá Flagbjarnarholti


Draumur frá Ragnheiðarstöðum

Páskarnir eru svo á næsta leiti með tilheyrandi súkkulaði áti og notalegheitum. Það verður fjölmennt á Lækjamóti um páskana þar sem öll fjölskylda Vigdísar kemur í heimsókn. Í vikunni hafa verið góðir aðstoðarmenn í hesthúsinu en þau Jónína Ósk og Davíð Sindri hafa verið hjá okkur í páskafríinu sínu. Það er alltaf gott að fá aðstoð í hesthúsið :)


Jónína og Davíð                             Guðmar að segja Arnari Orra hvað hestarnir heita


Það hafa komið rokdagar og þá lítur tjörnin svona út um eldhúsgluggann!








Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]